Berskjölduð gagnvart næsta heimsfaraldri

Óháð nefnd varar við því að of hægt gangi að bæta viðbragðskerfi heimsins gegn heimsfaröldrum. Í skýrslu sem nefndin skilaði í gær segir að binda verði enda á COVID-19 faraldurinn.  Hefja beri varnaraðgerðir gegn þeim næsta þegar í stað.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin skipaði óháða nefnd undir forystu Helen Mirren fyrrverandi forsætisáðherra Nýja Sjálands og Ellen Johnson Sirleaf fyrrverandi forseta Líberíu. Henni er ætlað að gera úttekt á vörnum gegn COVID-19 og leggja til úrbætur.

Nefndin telur að að of hægt gangi að vinna að umbótum á alheims-kerfi til að undirbúa og verjast heimsfaröldrum.

Þá vöruðu Mirren og Jonson Sirleaf við því að „ójafn árangur“ í baráttunni gegn COVID-19 ylli enn veikindum, dauða og efnahagslegum skaða. Þær kynntu í gær hálfsárskýrslu nefndarinnar.

Tillögur til úrbóta

Hún hefur lagt til tafarlausar aðgerðir sem fela í sér innbyrðis tengdar úrbætur til að hindra útbreiðslu slíkra faraldra í framtíðini.

Sirleaf benti á að þótt auðug ríki hafi gefið mikil fyrirheit, hafi „aðeins brot af bóluefni komist til skila.“

10 milljarða Bandaríkjadala er þörf árlega til varna. Þá skuli 100 milljarðar vera til ráðstöfunar þegar ljóst er að heimsfaraldur sé í aðsigi.

„Skilaboð okkar eru einföld og skýr. Núverandi kerfi var ekki í stakk búið að verja okkur fyrir COVI-19,“ sagði Sirleaf. „Og ef við bregðumst ekki við núna, mun það heldur ekki geta varið okkur fyrir næsta heimsfaraldri, sem getur brotist út hvenær sem er.“

Sjá einnig hér.