Bandaríkin í Mannréttindaráðið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur kosið átján ríki til þriggja ára setu í Mannréttindaráðuni. Bandaríkin voru kosin í ráðið í fyrsta skipti síðan það var stofnað 2006. Meðal annara nýrra ríkja eru Belgía, Ungverjaland, Kyrgystan og Noregur.

Susan E. Rice, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum tekur við hamingjuóskum eftir kjörið á Allsherjarþinginu í gær 12. maí.

Fjörutíu og sjö ríki eru í ráðinu sem tók við af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Allsherjarþingið endurkaus Bangladesh, Kamerún, Kína, Kúbu, Djibútí, Jórdaníu, Mauritius, Mexíkó, Nígeríu, Rússland, Sádi Arabíu, Senegal og Úrúgvæ.

Ban Ki-moon fangaði því í mars síðastliðnum þegar Bandaríkin lýstu yfir framboði að þátttaka Bandaríkjamanna markaði tímamót.