Ban: pyntingar látnar viðgangast

Torture Day

Torture Day

27.júní 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að pyntingar séu í vaxandi mæli látnar viðgangast og jafnvel teknar í sátt í heiminum í dag.

Í ávarpi á alþjóðlegum degi málefnisins, (26.júní), hvetur Ban ríki heims til að láta fé af hendir rakna til sjóðs Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum pyntinga.

Sjóðurinn þarf á 12 milljón dollara framlögum að halda árlega til að styðja 50 þúsund fórnarlömb pyntinga í heiminum.

„Þrátt fyrir allsherjar bann við pyntingum í alþjóðalögum, þrífst þessi ómannlegi verknaður enn og það sem verra er þá sættir fólk sig við það í vaxandi mæli,” segir Ban í ávarpi sínu á alþjóða deginum.

Hann minnti á að í Sáttmálanum gegn pyntingum sem 159 ríki hafa staðfest, er sú skylda lögð á hendur ríkjum að hindra pytningar og tryggja að fórnarlömb hafi rétt til skaðabóta og viðeigandi umönnunar. 

Mynd: Mótmæli gegn pyntingum í Sómalíu. UN Photo/Tobin Jones