Ban, Ólafur Ragnar á fundi um sjálfbæra orku

Sustaenergy

Sustaenergy
15.júní 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Jim Young Kim, forstjóri Alþjóðabankans, stýrðu í dag fundi ráðgjafaráðs frumkvæðisins um Sjálfbæra orku fyrir alla í Brussel.

Kynnt var á fundinum ný rammaáætlun um starf næstu fimm ára 2016-2021. „Hin nýja áætlun er mikilvægt tæki til að hrinda loforðum í framkvæmd sem gefin voru í Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum,“ sagði Ban Ki-moon í ávarip á fundinum. Hrein orka á viðráðanlegu verði er gullinn þráður sem tengir saman hagvöxt, aukið félagslegt réttlæti og heilbrigt umhverfi,“ sagði Ban á fundi ráðgjafaráðsins.

Sustaenerty2Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands situr í ráðinu og ávarpaði fundinn í Brussel. Tugir málsmetandi fólks sitja í ráðinu og má nefna John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Børge Brende, utanríkisráðherra Noregs, Helen Clark, forstjóra UNDP, Margaret Chan, forstjóra WHO, og Achim Steiner, fráfarandi forstjóra UNEP.

Sjá nánar hér. 

Myndir: Rachel Kyte, forstjóri átaksins, Jim Young Kim, forstjóri Alþjóðabankans, forseti Íslands og Ban Ki-moon. Neðri mynd af ráðgjafaráðinu. ( Sustainable Energy for All)