Talsmaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Ummæli Ban Ki-moon eftir fundi hans með Heinz Fischer forseta Austurríkis um framboð til öryggisráðsins vöktu athygli og eru tilefni þessarar yfirlýsingar.
Vegna hugsanlegs misskilnings um framboð Vestur-Evrópuríkja í kosningu um tvö laus sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009-2010 vill framkvæmdastjórinn taka eftirfarandi fram. Framkvæmdastjóranum er kunnugt um að Austurríki, Ísland og Tyrklands keppa um þessi tvö lausu sæti. Hann telur að þau séu öll mjög hæf til að setjast í Öryggisráðið og óskar þeim öllum velfarnaðar í að tryggja sér stuðning aðildarríkja samtakanna. Sem framkvæmdastjóri tekur hann ekki eitt ríki fram yfir annað.