![]() |
“Kosovo og íbúar þess þurfa skýr svör um framtíð sína, eftir átta ára bráðabirgðastjórn Sameinuðu þjóðanna”, sagði Ban í skýrslunni.
Ban bætti því við að nauðsynlegt væri að finna “varanlega lausn” fyrir Kosovo sem fæli í sér stöðugleika og möguleika fyrir öll þjóðarbrot til að lifa saman í sátt og samlyndi. Ban fordæmdi einnig ofbeldisverk öfgahópa.
Tveir létust þegar flokkur hraðskilnaðarsinna, Vetevendosje, efndi til mótmæla í höfuðborg héraðsins Pristina 10. febrúar.
Martti Ahtisaari, sérstakur erindreki framkvæmdastjórans lýsti því yfir að viðræður deilenda hefðu ratað í blindgötu um síðustu helgi, enda hvorugur aðili slegið nokkuð af sínum kröfum. Leiðtogar Albana sem eru 90% íbúa Kosovo krefjast sjálfstæðis en því hafna Serbar.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21857&Cr=kosovo&Cr1=