Ban í Brussel

EDD10years 01

EDD10years 01

14.júní 2016 Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tekur þátt í alþjóðlegu þróunardögunum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að í Brussel.

Í dag hittir Ban Donald Tusk, forseta ráðherraráðs Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar þess og nokkra aðra framkvæmdastjóra, auk annara háttsettra ráðamanna í tengslum við Evrópsku þróunardagana.

EDD eða Evrópsku þróunardagarnir eru helsti viðburður í þróunarmálum í Evrópu ár hvert. Á meðan Ban dvelst í Belgíu tekur hann einnig þátt í fundi ráðgjafaráðs frumkvæðisins Sjálfbær orka fyrir alla (SE4ALL), en hann er formaður þess ásamt Jim Young Kim, forstjóra Alþjóðabankans. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson situr í ráðinu. 

Þá gengur aðalframkvæmdastjórinn á fund Filippusar Belgíukongungs og Matthildar drottningar. Þau eru góðgerðasendiherrar Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna.