Ban Ki-moon heimsótti í gær hið stríðshrjáða Gasa-svæði til að sýna samstöðu með íbúunum og lýsa stuðningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins við fólkið.
“Mér blöskrar ástandið,” sagði hann þegar hann heimsótti stöðvar Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) sem varð fyrir sprengjum Ísraela í síðustu viku.æ “Hér lyktar enn allt af sprengjuárásinni. Það loga enn elder. Þetta er svívirðileg og óásættanleg árás á Sameinuðu þjóðirnar.”
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna klæðist skotheldu vesti á leið á Gasasvæðið.
“Ég hef margsinnis mótmælt og í dag mótmæli ég enn af krafti og fordæmi árásina. Ég hef óskað eftir ítarlegri rannsókn að það þeir sem standa þarna að baki verði látnir sæta ábyrgð.”
Ban sagði að hann myndi senda teymi til að meta þörfina á mannúðaraðstoð til Gasa strax á fimmtudag. Fyrir teyminu fara Robert Serry, sem samræmir stefnu Sameinuðu þjóðanna í málefnum miðausturlanda og John Holmes sem samræmir neyðaraðstoð. “Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til að hjálpa hinum þurfandi.”
“Þetta er hrikalegt. Margt sem ég sé snertir hjarta mitt. Ég er djúpt snortinn af því sem ég hef séð í dag. Ég segi við íbúa Gasa: ég hef aðeins séð brot eyðileggingarinnar á þessu litla landsvæði eftir þriggja vikna stórskotaliðsárásir, sprengjuárásir og götubardaga sem koma í kjölfar á margra mánaða og ára efnahagslegs harðræðis.”
“Ég hef fordæmt frá upphafi átakanna óhóflega valdbeitingu ísraelskra sveita á Gasa. Ég tel einnig að eldflaugaárásir á Gasa séu algjörlega óásættanlegar.”
Fyrr hitti Ban Ehud Olmert, forsætisráðherra og lét í ljós ánægju með að Ísraelar væru að kalla hersveitir frá Gasa. Hann tjáði Olmert að Sameinuðu þjóðirnar myndu hér eftir sem hingað til halda áfram að leika lykilhlutverk í að veita íbúum Gasa mannúðaraðstoð auk þess að sinna enduruppbyggingu.
Auk þess að heimsækja Gasa, heimsótti Ban bæinn Sderot í suðurhluta Ísraels sem oft hefur orðið fyrir barðinu á árásum Hamas. Hann hefur ítrekað fordæmt þær árásir auk óhóflegra gagnrárása Ísraela.
Þriggja vikna átök hafa kostað þrettán hundruð lífið, þar af 412 börn. 5300 hafa særst , þar af 1855 börn, auk gríðarlegrar eyðileggingar og þjáninga.