14.júní 2016.Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lagði í dag blómsveig á vettvangi hryðjuverkaárásarinnar á flugvellinum í Brussel.
32 létust í tveimur sjálfsmorðsárásum í Brussel, á flugvellinum og í neðanjarðarlest, 22.mars 2016, auk þess sem fjölmargir særðust.
„Þetta var svívirðileg árás, ekki aðeins á Belgíu, heldur gjörvalt mannkyn. Árásirnar voru gerðar hér á flugvellinum og í neðanjarðarlestarstöðinni sem eru einmitt staðir sem fólk af mismunandi þjóðernum, eiga leið um,” sagði Ban eftir að hann lagði blómsveiginn.
Ban var í Brussel til að taka þátt í Evrópskum þróunardögum sem Evrópusambandið skipuleggur. Hann hitti einnig að máli Donald Tusk, forseta ráðherraráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastórnar ESB og ýmsa háttsetta embættismenn.
Þá átti hann fundi með fjölmörgum þjóðarleiðtogum sem sækja þróunardagana og hitti belgísku konungshjónin að máli. Loks notaði Ban tækifærið á meðan hann var í Brussel til að ræða við flóttamenn sem sótt hafa um hæli í Belgíu en því næst lá leið hans til Grikklands þar sem hann heimsótti flóttamenn á eynni Lesbos (sjá mynd til hægri)).