Ban: 9.karlinn ber sérstaka ábyrgð gagnvart konum

Guterres Ban

7.október 2016. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær formlega með lófataki að mæla með því við Allsherjarþing samtakanna að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, yrði næsti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Hann tekur við af Ban Ki-moon um áramót, sem hefur gegnt starfinu í áratug. Ban segir að Öryggisráðið hafi valið vel, en þeir hafa unnið náið saman því Guterres var yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í tíu á rog lét af því starfi um síðustu áramót.
Guterres er níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og níundi karlinn til að gegna þv´ði embætti .Ban hafði sjálfur sagt að tími væri kominn á konu til að leiða samtökin.

„Sem níundi karlinn til að gegna starfi aðalframkvæmdastjóri, er sú ábyrgð lögð á herðar Guterres að auka þátttöku, styðja og auka völd kvenna og stúlkna í heiminum,“ sagði Ban í gær. „Það er mikið starf framundan og ég heiti því að vinna af fullum krafti fram á síðustu mínútu mína í þessu starfi.“

Ban er væntanlegur seint í kvöld til Íslands. Hann ávarpar þing Arctic Circle og ráðstefnu um leiðtogafundinn í Höfða á morgun, og hittir forsætis- og utanríkisráðherra að máli og núverandi og fyrrverandi forseta Íslands, auk háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt.

Mynd: Eskinder Debebe.