Við erum umkringd upplýsingum. Með útbreiðslu nýrra fjölmiðla, nýrrar tækni og nýrra aðferða við að dreifa efni, hafa upplýsingar orðið aðgengilegri. Þær hafa einnig orðið fjölbreytilegri. Við hlið hefðbundinnar fréttamennsku hefur skotið upp kollinum fjölmiðlum sem einkennist af þátttöku almennnings, t.d. “blogg”.
En þrátt fyrir þróun fjölmiðla og blaðamennsku eru grundvallarsjónarmið sem hafa ber í heiðri. Á alþjóðlegum degi frelsis fjölmiðla ítreka ég enn fullan stuðning minn við tjáningarfrelsi um allan heim. Margir fjömiðlamenn hafa verið drepnir, særðir, fangelsaðir eða níðst á þeim á annan hátt fyrir það eitt að nýta sér þennan rétt með góðri samvisku. Samkvæmd nefndar um vernd blaðamanna voru 47 drepnir árið 2005 og 11 hafa látið lífið það sem af er þessu ári. Það er bæði sorglegt og óásættanlegt að tala fallinna blaðamanna sé notuð sem stuðull til að mæla fjölimiðlafrelsi. Ég hvet allar ríkisstjórnir til að ítreka fyrirheit um að virða “réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmyndum með hverjum hætti sem vera skal og án tillits til landamæra”, eins og kveðið er á um í 19. grein Mannréttindayfirlýsingarinnar.
Á sama tíma hvet ég alla til þess að beita þessum rétti af ábyrgð. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á mannlega hegðan. Eins og það var orðað í nýlegri ályktun Allsherjarþingsins um stofnun Mannréttindaráðsins: “þeir hafa lykilhlutverki að gegna í að efla umburðarlyndi, virðingu fyrir trú og trúarskoðunum”. Ekki ber að nota fjömiðla til þess að vera tæki undirróðurs og vansæmdar eða til að útbreiða hatur. Það ætti að vera hægt að hafa nærgætni að leiðarljósi án þess að í því felist að grundvallar réttindi séu brotin.
Við skulum horfast í augu við það á Alþjóðlegum degi frelsis fjölmiðla, að fjömiðlar fjalla ekki aðeins um breytingar heldur stuðla að þeim. Við ættum að vera þakklát fyrir störf og ímyndunarafl fjömiðla. Ég treysti jafnt gömlum sem nýjum fjölmiðlum til að halda áfram starfi sínu af óttaleysi þrátt fyrir ógnanir og aðrar hömlur.