ÁVARP FRAMKVÆMDASTJÓRA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á DEGI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA – 24. október 2006

Í tíunda og síðasta skipti flyt ég vinum og samstarfsmönnum um allan heim kveðjur mínar á degi Sameinuðu þjóðanna. Ég hef varið næstum allri starfsævinni hjá Sameinuðu þjóðunum og þess vegna verður þessi dagur og þau gildi sem hann stendur fyrir, mér alltaf kær.

Á síðustu tíu árum höfum við stigið nokkur stór skref fram á við í sameiginlegri baráttu okkar fyrir þróun, öryggi og mannréttindum.

·    Aðstoð og skuldauppgjöf hafa aukist og efnahagslífs heimsins orðið aðeins réttlátara.

·    Veröldin hefur loks tekið við sér og eflt átakið gegn HIV/alnæmi.

·    Það eru færri stríð á milli ríkja en áður og mörgum borgarastyrjöldum hefur lokið.

·    Fleiri ríkisstjórnir eru kosnar af fólkinu og bera ábyrgð gagnvart fólkinu sem þær ríkja yfir.

·    Og öll ríki hafa viðurkennt, að minnsta kosti í orði, að þær bera ábyrgð á því að vernda þegna sína fyrir þjóðarmorði, stríðsglæpum, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu.

En margt er enn ógert:

·    Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að breikka.

·    Mjög fá ríki eru á áætlun í að ná öllum átta Þúsaldarmarkmiðunum fyrir árið 2015.

·    Margir búa enn við grimmdarverk, kúgun og mannskæð átök.

·    Útbreiðsla kjarnorkuvopna er áhyggjuefni.

·    Hryðjuverk og viðbrögð við hryðjuverkum vekja ógn og tortryggni.

Svo virðist sem við séum ekki sammála um af hverju mest ógn stafar. Þeir sem búa á litlum eyjum óttast mest hlýnun jarðar. Þeir sem búa í stórborgum óttast hryðjuverk og íbúum New York, Mumbai og Istanbul kann að þykja brýnna að ráðast til atlögu gegn hryðjverkum. Enn aðrir kynnu að nefna fátækt, sjúkdóma eða þjóðarmorð.

Sannleikurinn er sá að allt er þetta ógn gagnvart öllum jarðarbúum. Við ættum að ráðast gegn þeim öllum. Ella kann svo að fara að við höfum ekki árangur sem erfiði í baráttunni gegn neinni þeirra.

Sérstaklega á þessum tíma, megum við ekki standa sundruð. Ég veit að þið, þjóðir heimsins, skiljið það. Þakka ykkur fyrir þann stuðning og þá hvatningu sem þið hafið veitt mér á tíu erfiðum en ánægjulegum árum.

Verið svo væn að hvetja leiðtoga ykkar til að starfa með eftirmanni mínum og gera Sameinuðu þjóðirnar sterkari og skilvirkari.

Lengi lifi plánetan okkar og þjóðir hennar. Lengi lifi Sameinuðu þjóðirnar! 

Kofi A. Annan

Er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna