Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Alþjóðlegum degi flóttamanna 20. júní 2006

Það er oft aðeins upphaf langrar baráttu fyrir þær þúsundir manna sem verða að flýja heimili sína á hverju ári, að bjarga lífi sínu og komast undan með örfáar eigur. 
 
Erfiðleikarnir taka á sig ýmsar myndir og taka verður erfiðar ákvarðanir. Hjálparstofnanir sem hafa úr litlu að spila verða oft að taka sársaukafullar ákvarðanir um forgangsröðun. Hvort er mikilvægara fyrir þúsundir barna í flóttamannabúðum að stofna skóla eða heilsugæslustöð?  Margir flóttamenn reyna að byggja upp nýtt líf þrátt fyrir andleg og líkamleg ör eftir ofsóknir sem íþyngja þeim meira að segja í nýju umhvefi. Fjölskyldur sem eiga yfir höfði sér ofsóinir í heimalandi sínu búa við daglegan ótta við að vera neyddar heim á ný. Jafnvel þeir sem hafa fengið hæli þurfa að búa við að litið sé á þá sem ógnvald frekar en fórnarlamb og mega þola skort á umburðarlyndi eða jafnvel andúð.  
 
Fjöldi flóttamanna í heiminum hefur ekki verið minni frá því árið 1980.  Á undanförnum árum hefur Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hjálpað milljónum manna við að snúa aftur heim eða að hefja nýtt líf í löndum sem hafa veitt þeim hæli.  Stofnanir Sameinuðu þjóðanna vinna saman við að veita fólki nauðsynlega aðstoð sem flosnað hefur upp í heimalalöndum sínum og býr oft við lík skilyrði og flóttamenn. Þúsundum manna sem hafa verið í þessum sporum hefur verið hjálpað að komast heim, frá Rússlandi til Líberíu. 
 
Nú þegar við minnumst Alþjóðlega flóttamannadagsins, hafa meira en helmingur þeirra flóttamanna sem Flóttamannastofnunin sinner verið meir ein fimm ár í útlegð. Við skulum á Alþjóðlega flóttamannadeginum 2006 minnast þeirrar skyldu okkar að halda vonum þeirra milljóna flóttamanna og uppflosnaðra lifandi, sem eru enn fjarri heimilum sínum. 
 
Kofi A. Annan