Tímamótasamkomulög náðust um tiltekna þætti á Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (COP16) sem lauk í Kólombíu um helgina. Samkomulag náðist um erfðafræðileg gögn náttúrunnar og um viðurkenningu á þætti fólks af afrískum uppruna og frumbyggja í náttúruvernd.
Hins vegar féll ráðstefnan á tíma í að ná samkomulagi um útfærslu á Alþjóðlegum rammasamningi, sem kenndur er við Kunming-Montreal.
Komið var upp vettvangi til að greiða fyrir aðkomu frumbyggja og heimamanna á hverjum stað í ákvarðanatöku um líffræðilega fjölbreytni.
Efðafræðileg gögn
„Þetta er fordæmalaus ákvörðun i sögu milliríkjasamninga um umhverfismál,“ sagði Camila Paz Romero talsmaður frumbyggja á ráðstefnunni. Með þessu sér fyrir endann á þriggja áratuga langri baráttu þessara hópa við að fá sæti við samningaborðið.
Fulltrúar á COP16 ákváðu að koma á fót alheimssjóði. Til hans á að renna hluti af þeim auð sem rekja má til notkunar stafrænna upplýsinga um erfðakóða sem koma úr lífverusýnum. Samkvæmt samkomulaginu ber fyrirtækjum, sem nota slíkar upplýsingar til að framleiða vörur, að láta hluta ágóðans renna til svokallaðs Cali-sjóðs. Fé verður síðan veitt til frumbyggja og annara heimamanna, beint eða með milligöngu ríkisstjórna.
![Ráðstefnufulltrúar taka fram snjallsímana til að mynda augnablikið þegar sögulegt samkomulag nááðist.](https://unric.org/is/wp-content/uploads/sites/10/2024/11/image1170x530croppedcop-392x178.jpg)
Það sem ekki náðist að semja um
Tvenn mikilvæg málefni náðist ekki að semja um og eru bæði þýingarmikil í að hrinda Kunming-Montreal rammasamningu um líffræðilega fjölbreytni í framkvæmd. Það samkomulag náðist á síðustu ráðstefnu, COP15, í Kanada sem miðaði að því að stövða og snúa við tapi á líffræðilegum fjölbreytileika fyrir 2030.
Annars vegar var um að ræða að vinna bug á skorti á skilgreiningum fyrir fjárhagsmódel. Slíkt er nauðsynlegt til að vernd líffræðilegrar fjölbreytni verði að veruleika. Reiknað hefur verið út að það þurfi andvirði 700 milljarðar Bandaríkjadala til að hrinda rammasamningnum í framkvæmd. Hins vegar tókst ekki að semja um eftirlitsferli til að meta árangur ríkja í að uppfylla ákvæði vegvísis til að vernda lífríkið.
Svo fór að umræðum um þessi málefni var slitið þegar ljóst var að ekki voru n´gilega margir fulltrúar eftir til að samkomulag væri gilt, hefði það náðst.