Árangur í baráttu við alnæmi

 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mikill árangur hafi náðst í baráttunni gegn HIV smiti og alnæmi í ávarpi á Alþjóðlega alnæmisdaginn sem haldinn er í dag 1. desember í tuttugasta skipti.

“Færri smitast af HIV. Færri deyja af völdum alnæmis…Ríkisstjórnir hafa staðið við fyrirheit um að berjast gegn HIV smiti, veita sýktum umönnun og stuðning. En þetta er bara byrjunin það er engin ástæða til að slaka á.”

Framkvæmdastjórinn benti á að alnæmi væri í hópi tíu algengustu dánarorsaka í heimminum og sú algengasta í Afríku.  “Við verðum að binda enda á fordóma og mismunun sem hindra að fólk læri hvernig forðast megi HIV smit og sækjast eftir umönnun.”