Amina J.Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsækir Ísland dagana 8.-10.október. Hún er aðalræðumaður á The Imagine Forum 2023: Norræn samstaða um frið á þriðjudag.
Mánudagskvöld verður hún viðstödd þegar kveikt er á Friðarsúlunni í Viðey til heiðurs minningu Johns Lennon og tekur til máls ásamt borgarstjóra.
Vara-aðalframkvæmdastjórinn mun ræða við forseta Íslansds, forsætisráðherra og utanríkisráðherra og sitja fund utanríkismálanefndar á meðan á dvöl hennar stendur. Þá hittir hún fulltrúa Félags Sameinuðu þjóðanna, UNICEF og UN Women á Íslandi auk ungmennafulltrúa.
Mohammed mun skoða verksummerki um loftslagsbreytingar á Langjökli og heimsækja Hellisheiðarvirkjun, svo dæmi séu tekin.