Amazon bjargar mannkyninu

Cop16

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjöðlbreytni. COP16.

Fulltrúar frumbyggja á Amazon-svæðinu fóru fram á fjárhagslegan stuðning á fyrsta degi Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í Cali í Kólombíu. Ráðstefnan hófst formlega í gær og stendur til 1.nóvember.

Eins og ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál eru ráðstefnurnar um líffræðilega fjölbreytni númeraðar og kallaðar COP. Ástæðan er að ráðstefnan í Cali er sextánda ráðstefna aðildarríkja Samnings Sameinuðu þjóðanna um þetta málefni og því vísað til hennar sem COP16.

COP16 Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni
COP16 Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni

Castizo, fulltrúi frumbyggja, sagði að um víða veröld væri talað um að það þurfi að bjarga Amazon-svæðinu. „Þetta snýst ekki um að bjarga Amazon,” sagði hann. „Það er Amazon sem bjargar mannkyninu.”

Fyrsti fundur frá samþykkt samnings

COP 16 er fyrsta ráðstefnan um líffræðilegan fjölbreytileika síðan hinn svokallaði Kunming-Montreal rammasamningur var samþykktur á COP15 í desember 2022.

COP16 stendur yfir í Cali í Kólombíu frá 21.október til 1.nóvember.
COP16 stendur yfir í Cali í Kólombíu frá 21.október til 1.nóvember.

196 aðildarríki samningsins munu á ráðstefnunni marka brautina til að hrinda Montreal-samningnum í framkvæmd. Fyrir tveimur árum vor tiltekin markmið samþykkt í Kanada, sem ná ber fyrir 2030. Susana Muhamad forseti COP16 og umhverfisráðherra Kólombíu segir að plánetan hafi ekki efni á meiri tímasóun. Hún vatti ráðstefnufulltrúa til að fallast á enn frekari skuldbindingar til að tryggja fjölbreytni lífríkisins.

COP16