Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO beinir sjónum sínum í dag, á Alþjóðaheilbrigðisdaginn að þeim fjölda mannslífa sem bjarga má með betri hönnun og byggingu heilbrigðisstofnana og betri þjálfun og undirbúningi starfsliðs þegar jarðskjálftar, flóð, átök og annars konar neyðarástand ríður yfir.
Margaret Chan, forstjóri WHO.
WHO mælir með sex kjarna-aðgerðum sem ríkisstjórnir, heilbrigðisyfirvöld og sjúkrahússtjórar geta gripið til í því skyni að tryggja öryggi heilsugæslustofnana í slíku neyðarástandi. Á meðal þessara aðgerða eru að þjálfa starfsfólk heilsugæslunnar, endurhanna og endurbyggja sjúkrahús með öryggi í huga og tryggja öryggi starfsfólks og birgða.
“Það er enn brýnna nú en áður, þegar við stöndum frammi fyrir skaðvænlegum afleiðingum loftslagsbreytinga, öfgakenndu veðurfari og vopnuðum átökum, að tryggja að heilsugæsla standi þegnunum til boða, fyrir, á meðan og eftir að slíkar hamfarir ríða yfir,” segir Margaret Chan, forstjóri WHO.