Alþjóðadómstóllinn tekur fyrir kæru um „þjóðarmorð“ á Gasa

Alþjóðadómstóllinn í Haag.
Alþjóðadómstóllinn í Haag.

Alþjóðadómstóllinn. Gasasvæðið. Opinber málflutningur verður 11.og 12.janúar hjá Alþjóðadómstólnum í Haag. Þar verður tekin fyrir kæra Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir „þjóðarmorð“ á Gasasvæðinu.

Málflutningurinn nú snýst um kröfu Suður-Afríku um að grípa til „bráðabirgðaaðgerða.“ Hún snýst um að átök verði stöðvuð þegar í stað. Yfirstandandi átök á Gasa blossuðu upp eftir árás Hamas-samtakanna á Ísreal en þá létust allt að 1200 og rúmlegta 5 þúsund særðust.

Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur kært viðbrögð Ísraels til Alþjóðadómstólsins. Þess er krafist að bundinn verði endi á manndráp og þann skaða sem árásir valda Palestínumönnum á Gasa. Því er haldið fram að Ísrael búi vitandi vits þannig í haginn að tilvera Palestínumanna sé í hættu og þess krafist að mannúðaraðstoð verði leyfð.

Málflutningur í Alþjóðadómstólnum í Haag.
Málflutningur í Alþjóðadómstólnum í Haag.

Samningurinn frá 1948

Stjórnin í Pretoriu segist hafa bæði „rétt og skyldu“ til að grípa inn í og freista þess að hindra þjóðarmorð í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna frá 1948 um að koma í veg fyrir og refa fyrir þjóðarmorð. Rúmlega 22 þúsund Palestínumenn hafa verið drepnir á Gasa frá því um miðjan október.

 Í samningnum er kveðið á um að ríki geti gripið til lagalegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þær bráðabirgðaaðgerðir sem Suður-Afríka krefst um að hætta átökum er lagalega bindandi ef Alþjóðadómstóllinn fellst á þær.

Kæran var lögð fram 29.desember 2023.  Alþjóðadómstóllinn er helsta stofnun Sameinuðu þjóðanna sem kveður upp dóma að lögum. Aðeins lönd, en ekki einstaklingar, geta flutt mál fyrir dómstólnum. Þá geta stofnanir Sameinuðu þjóðanna beðið um álit.  Hafi land ákveðið að leggja mál fyrir dómstólinn er það /skuldbundið til að hlíta dómi hans.

Blaðamannafundur eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins um innrás Rússa í Úkraínu.
Blaðamannafundur eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins um innrás Rússa í Úkraínu.

Annað máli í gangi

 Mál Suður-Afríku er annað tveggja mála um herteknu svæðin sem liggur fyrir Alþjóðadómstólnum.  Annað aðskilið mál er málskot Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Allsherjarþingið bað Alþjóðadómstólinn um álit á „lagalegum afleiðingum framferðis og stefnumótunar Ísraels á herteknum palestínskum landsvæðum, þar á meðal Austur-Jerúsalem.“ Beðið var um álitið í ályktun sem samþykkt var 30.desember 2022, það er að segja áður en núverandi átök hófust.

Alþjóðadómstóllinn, ein helsta stofnun Sameinuðu þjóðanna er staðsettur í Haag í Hollandi. Mynd: ICJ
Alþjóðadómstóllinn, ein helsta stofnun Sameinuðu þjóðanna er staðsettur í Haag í Hollandi.

Stirð samskipti Suður-Afríku og Ísraels

 Suður-Afríka bjó við kynþáttaaðskilnaðarstefnu frá 1948 til 1991. Frá því henni lauk hefur ríkisstjórn landsins átt góð samskipti við Palestínu og stutt sjálfsákvörðunarrétt Palestínumanna. 21.nóvember 2023 stöðvaði Suður-Afríka diplómatísk samskipti við Ísrael til að mótmæla árásum á Gasasvæðið sem líkt var við „tilraunir til þjóðarmorðs.“

 Gæti dregist í mörg ár

Ísraelska utanríkisráðuneytið sakaði Suður-Afríku um ærumeiðingar með kærunni. Ísrael er aðili að samningnum um þjóðarmorð og mun grípa til varna. Hins vegar hefur háttsettur embættismaður varað við því að málareksturinn í heild gæti dregist mjög á langinn. Fyrsta kastið ætlar Ísrael þó að koma í veg fyrir bráðabirgðaúrskurð um vopnahlé á Gasa.

Fylgjast má með opinberum málflutningi við Alþjóðadómstólinn, 11.og 12.janúar, hér. 

Sjá nánar hér, hér og hér.