Þjóðarmorð. Gasasvæðið. Alþjóðadómstóllinn í Haag fór ekki fram á vopnahlé á meðan kæra Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir brot á sáttmála um bann við þjóðarmorði, er til umfjöllunar.
Í úrskurði dómstólsins um vopnahléskröfu Suður-Afríku segir að Ísrael beri að gera allt sem í þess valdi sé til að forðast að drepa Palestínumenn og valda þeim líkamlegu eða andlegu tjóni. Ísrael ber að skila dómstólnum skýrslu innan mánaðar.
Úrskurðurinn, sem kveðinn var upp, snýst eingöngu um bráðabirgðaúrskurð um vopnahlé á meðan málsmeðferð stendur yfir. Búist er við að hún taki nokkur ár. Þótt ekki sé krafist vopnahlés er viðurkennt að Palerstínumönnum beri að njóta verndar.
Mannúðaraðstoð skuli leyfð
Dómstóllinn segir að Ísraelum sé skylt að tryggja að ekkert í aðgerðum hersins geti talist til þjóðarmorðs. Þá beri ríkið ábyrgð á því að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningar um þjóðarmorð á Gasasvæðinu. Og jafnfram er kallað eftir því að aðgangur með mannúðaraðstoð verði tryggður.
Sjá niðurstöðuna hér.