Allsherjarþingið er aðalstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar geta allar þjóðir kvatt sér hljóðs um hvers kyns málefni. Öll aðildarríki SÞ eiga fulltrúa þar. Ríkir og fátækir, stórir og smáir, sérhver þjóð hefur sitt atkvæði. Mikilvæg málefni ná því aðeins samþykki að þau hljóti tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Þótt sérhvert land hafi eitt atkvæði, hefur það sendinefnd, sem oft er skipuð nokkrum fulltrúum. Í forsvari fyrir hverri sendinefnd er yfirleitt ríkiserindreki sem hefur stöðu sendiherra.
Allsherjarþingið kemur saman einu sinn á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og stendur í að minnsta kosti þrjá mánuði. Sérstök þing er hægt að halda á öðrum tímum ársins og neyðarfundi hvenær sem er.
Allsherjarþingið kýs forseta á hverju ári, hann er í forsæti fyrir – þ.e. stjórnar fundum Allsherjarþingsins.
Samþykktir
Ályktanir sem Allsherjarþingið samþykkir eru aðeins tilmæli til aðildarríkjanna. En samt sem áður eru þessi tilmæli afar þýðingarmikil vegna þess að Allsherjarþingið er rödd sem tjáir skoðun svo til allra landa í heiminum
Þing
Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári og hefst hver fundur á almennri umræðu, þar sem ræðurnar eru yfirleitt fluttar af leiðtogum ríkjanna eða háttsettum fulltrúum þeirra. Árið 1995, á 50 ára afmælishátíð SÞ, voru allir leiðtogar aðildarríkjanna samankomnir í aðalstöðvunum í New York.
Aðalmálefni
Að lokum almennra umræðna er eftirfarandi sex aðalmálefni rædd á allsherjarþinginu:
- Fyrsta málefni (Afvopnun og alþjóðaöryggi)
- Annað málefni (Efnahags- og fjárhagsleg málefni)
- Þriðja málefni (Félagsleg- mannúðar og menningarleg málefni)
- Fjórða málefni (Sérstök pólitísk mál og afnám nýlendustefnu)
- Fimmta málefni (Stjórn mála og fjármögnun)
- Sjötta málefni (Lagaleg málefni)
Hlutverk allsherjarþingsins:
- Að ræða og gefa umsögn um hvaða málefni sem er (nema þau sem á sama tíma eru til umræðu í Öryggisráðinu)
- Að ræða mál er varða hernaðarátök, friðargæslu og afvopnun
- Að ræða aðferðir og leiðir til að bæta stöð barna, unglinga og kvenna
- Að ræða málefni sjálfbærrar þróunar og mannréttindi
- Að ræða hve mikið hvert aðildarríki á að greiða til reksturs SÞ og hvernig fjármagninu er varið
Nánari upplýsingar um allsherjarþingið á ensku: www.un.org/ga