79.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er hafið og kemst á fullan skrið um helgina. Leiðtogafundur um framtíðina 22. og 23.september verður einn af hápunktunum, en einnig verða hefðbundnar pólítiskar umræður þjóðarleiðtoga 24.-30.september, svo dæmi séu tekin.
Kemerúnbúinn Philemon Yang er forseti 79.Allsherjarþingsins. Hann tók við af Dennis Francis frá Trínidad og Tóbago forseta 78.þingsins og fékk í hendur Þórshamarinn svokallaða, sem var á sínum tíma gjöf frá Íslandi. Yang hvatti til dýpra alþjóðlegs samstarfs um loftslagsbreytingar, stigmögnun átaka og sjálfbæra þróun við upphaf nýja þingsins.
Yang lagði áherslu á í opnunarræðu sinni á þinginu að þörf væri á hagvexti sem knúinn væri áfram af nýsköpun og græna hagkerfinu. „Ávöxtum hagvaxtar ber að deila með öllum þjóðum, stórum sem smáum,” sagði Yang.
Þrjú mál krufin sérstaklega til mergjar
24.september er kastljósi beint að sjálfbærri þróun á vettvangi þingsins. Þrjú málefni eru tekin til sérstakrar umræðu samhliða pólitísku umræðum þjóðarleiðtoganna. 25 september sérstakur fundur háttsettra fulltrúa um þær hættur sem eru samfara hækkun yfirborðs sjávar. 26.september verður sýklalyfjaþol til umræðu og sama daga sérstök umræða í tilefna af Alþjóðlegum degi um útrýmingu kjarnorkuvopna.
Ný réttindi Palestínu
Palestína situr 79.Allsherjarþingið í fyrsta skipti sem ríki eftir samþykkt ályktunar ES-10/23 (resolution ES-10/23) á sérstökum fundi þingsins fyrr á árinu. Ályktunin gefur Palestínuríki þó hvorki rétt til að greiða atkvæði á þinginu né að bjóða sig fram til helstu stofnana á borð við Öryggisráðið eða Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC).
Palestína er því ekki fullgilt aðildarríki en til þess þarf sérstök tilmæli frá Öryggisráðinu.