Gasasvæðið. Mannúðaraðstoð. Hjálpargögn fyrir 25 þúsund manns hafa borist til Gasaborgar í fyrsta skipti í margar vikur, að sögn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP).
“WFP tókst að koma matvælum fhyrir 25 þúsund manns til Gasaborgar á þriðjudag. Þetta er í fyrsta skipti sem tekst að koma bílalest til norðursins síðan 20.febrúar,” sagði stofnunin í tísti.
“Íbúar norður Gasa eru á barmi hungursneyðar. Við þurfum að koma birgðum þangað daglega og það þarf að opna leiðir beint til norðurhlutans.”
Þessar fréttir bárust í þann mund sem mannúðarstarfsmenn Sameinuðu þjóðanna fögnuðu því að flutningaskiptið “Open Arms” hefði lagt úr höfn á Kýpur á leið til Gasa með 200 tonn af hjálpargögnum. Þeir lögðu á sama tíma áherslu á að sjóleiðin kæmi ekki í stað landleiðarinnar.
“Það er mikil þörf á matvælum og annari neyðaraðstoð og því er þetta mikils metið,” sagði Jens Lærke talsmaður Samræmingarskrifstofu mannúðaraðstoðar (OCHA).
“Hins vegar kemur þetta ekki í stað flutninga landleiðina til Gasa og sérstaklega norðurhlutans.”
Barnaskæri bönnuð
Philippe Lazzarini, forstjóri Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) hefur gagnrýnt hörku Ísraelsmanna við takmörkun birgðaflutninga til Gasa. Hann nefnir sérstaklega að lagt sé hald á ýmsa hluti sem Ísraelar meina að hægt sé að nota í fleiri en einu skyni.
“Flutningabíl, sneisafullum af aðstdoð, var snúið tilbaka vegna þess að skæri voru í læknasetti fyrir börn,” sagði Philippe Lazzarini í tísti.
#Gaza: an entire population depends on humanitarian assistance for survival. Very little comes in & restrictions increase.
A truck loaded with aid has just been turned back because it had scissors used in children’s medical kits.
Medical scissors are now added to a long list of… pic.twitter.com/Obpsi9bVkV
— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) March 11, 2024
“Barnaskærum hefur nú verið bætt á langan lista yfir vöru sem ísraelsk yfirvöld telja “margnota”” .
Sá listi er langur og má nefna ýmislegt sem getur bjargað mannslífum. Þar má nefna svæfingarlyf, súrefniskúta, sólarorkudrifna lampa, viftur, vatnshreinsunartöflur og krabbameinslyf, að ógleymdu ýmsu sem auðveldar fæðingar.