A-Ö Efnisyfirlit

Aðalskrifstofan

Allt starfslið Sameinuðu þjóðanna er starfsfólk aðalskrifstofunnar. Aðalaframkvæmdastjórinn er yfirmaður aðalskrifstofunnar og honum til aðstoðar er alþjóðlegt starfslið sem annast hin daglegu störf. Aðalskrifstofan veitir öðrum stofnunum SÞ þjónustu og sér um framkvæmd á verkefnum og framfylgir stefnuályktunum SÞ.

Hvernig starfar aðalskrifstofan?

Rúmlega 50.000 manns um allan heim starfa hjá Sameinuðu þjóðunum – nánar tiltekið hjá skrifstofunni í New York og svæðaskrifstofunum ásamt sérstofnunum og að verkefnum – Um það bil 5000 þeirra vinna í Aðalstöðvunum í New York. Þeirra á meðal eru hagfræðingar, lögfræðingar, ritstjórar, bókasafnsfræðingar, þýðendur og sérfræðingar á ýmsum sviðum sem vinna „á bak við tjöldin“. Til að tryggja fjölþjóða starfslið ráða SÞ hæft starfsfólk frá eins mörgum mismunandi löndum og hægt er.

Hlutverk aðalskrifstofunnar:

  • Að safna upplýsingum um ýmis mál svo stjórnarerindrekar geti kynnt sér staðreyndir í málunum er þeir þurfa að gefa ráðleggingar
  • Að aðstoða við framkvæmd ákvarðana innan SÞ
  • Að skipuleggja alþjóðlegar ráðstefnu
  • Að túlka ræður og þýða skjöl á þeim tungumálum sem SÞ nota

Skrifstofubyggingin er árangur alþjóðlegrar samvinnu en hún var hönnuð af hópi heimsþekktra arkitekta undir forystu Wallace K. Harrison frá Bandaríkjunum.

Nánari upplýsingar um aðalskrifstofuna á ensku: www.un.org/documents/st.htm

SÞ kerfið

Stofnsáttmáli

Skipurit