?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Sjálfboðaliðar Sameinuðu þjóðanna (UNV) starfa á vegum samtakanna við að efla frið og þróun í heiminum.
Sjálfboðaliðastarf getur átt þátt í að hraða og breyta eðli þróunar. Það er hagur beggja, sjálfboðaliðans sjálfs og samfélagsins þar sem hann lætur til sín taka. UNV hefur á sínum snærum 8 þúsund konur og karla frá nærri 160 þjóðlöndum.
Þau starfa í meir en 130 ríkjum. Sjálfboðaliðarnir vinna við þróunarverkefni auk starfa í friðargæslu og við mannúðarmál.
Meir en 75% þeirra koma frá þróunarríkjum og um þriðjungur starfa í heimalandi sínu.