?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa í sameiningu unnið staðla fyrir meir en 200 fæðuvörur í samvinnu við aðildarríki sín. Þá hefur verið sett hámark á magn 3200 aðskotaefna. Settar hafa verið reglur um matvinnslu, flutninga og geymslu.
Stöðlum um merkingar og lýsingu er ætlað að tryggja að ekki sé villt um fyrir neytendum. Matvæli eru flutt landa á milli í meira magni en nokkru sinni fyrr. Sameinuðu þjóðirnar leitast við að tryggja að örugg sér að neyta þeirra.