Að starfa í þágu ábyrgrar ferðaþjónustu

Sjálfbær ferðamennska


??
 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Alþjóðaferðamálastofnunin (UNWTO) er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að framgangi ábyrgrar og sjálfbærrar ferðamennsku í allra þágu.

SÞ75 logo

Hún vinnur að því að skapa markaðsþekkingu, efla samkeppnisfæra og sjálfbæra ferðamálastefnu. Þá styður hún við bakið á menntun í ferðamálum og þjálfun. Jafnframt vinnur hún að því markmiði að ferðaþjónusta verði þróunarafl með tæknilegri aðstoð í meir en 100 ríkjum. Alþjólegar siðareglur ferðamennsku eru tæki til að hámarka ávinning af ferðamennsku og lágmarka á sama tíma neikvæðar afleiðingar hennar.

Ferðaþjónustan er ein þeirra atvinnugreina sem um sárast á að binda vegna COVID-19 faraldursins og hefur það áhrif á hagkerfi, lífsviðurværi fólks, opinbera þjónustu og atvinnutækifæri í öllum heimsálfum.

Útflutningstekjur af ferðamönnum í heiminum gætu minnkað um frá 910 milljörðum Bandaríkjadala til 1.2 milljón milljóna dala. Afleiðingar þessa væru enn víðtækari og gæti minnkað þjóðarframleiðslu heims um 1.5% til 2.8%.