Að sækja stríðsglæpamenn til saka

Alþjóðadómstóllinn

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (6) ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Sérstakir dómstólar voru stofnaðir innan Sameinuðu þjóðanna fyrir fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu og Rúanda. Með því að sækja til saka og dæma stríðsglæpamenn hafa þessir dómstólar víkkað út alþjóðleg mannúðarlög og alþjóðalög sem fjalla um þjóðarmorð og önnur brot á alþjóðalögum. Dómstólarnir hafa líka átt sinn þátt í að tryggja frið og réttlæti í stríðshrjáðum löndum og landsvæðum.

Alþjóða glæpadómstóllinn

Alþjóða glæpadómstóllinn er óháður dómstóll sem rannsakar og saksækir einstaklinga sem sakaðir eru um alvarlegustu alþjóðlega glæpi; þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi ef innlend yfirvöld geta ekki eða vilja ekki gera slíkt. Hingað til hefur 44 einstaklingar verið dregnir fyrir Alþjóða glæpadómstólinn sem hefur haslað sér völl sem hryggjarstyggi í alþjóðaglæpa-réttarkerfinu.

Kambódía og Líbanon

Dómstólar í Kambódíu og Líbanon sem njóta stuðnings Sameinuðu þjóðanna hafa sótt til saka fyrir alvarleg brot á alþjóðalögum, þar á meðal fjöldamorð og stríðsglæpi.

Sjá nánar um Alþjóða glæpadómstólinn hér.

AðMótaFramtíðOkkar #UN75