Að hjálpa flóttamönnum

Flóttamenn

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (7) ??

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Fleiri flosna upp frá heimilum sínum í heiminum nú en nokkru sinni fyrr. 70.8 milljónir manna höfðu neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofsókna við árslok 2018 og er það met.

Í þeim hópi eru 30 milljónir flóttamanna og er um helmingur þeirra undir 18 ára aldri. Í þeim hópi eru líka milljónir ríkisfangslausra sem er meinað um ríkisborgararétt og rétt til að njóta grunnréttinda á borð við menntun, heilsugæslu, atvinnu og ferðafrelsis.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna

Fólki sem flýr ofsóknir og átök hefur um árþúsundir verið veitt hæli í öðrum löndum. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) varð til í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar þegar milljónir Evrópubúa hrökust frá heimilum sínum vegna átakanna. Fleiri en 60 milljónir manna á flótta undan ofsóknum, ofbeldi og stríði hafa notið hjálpar Flóttamannahjálparinnar

Flóttamannahjálpin leitast við að finna langtíma eða varanlegar lausnir með því að hjálpa flóttamönnum að snúa til síns heima, ef aðstæður leyfa slíkt eða með því að greiða fyrir því að þeir samlagist þeim ríkjum þar sem þeir hafa leitað hælis eða komið þeim áfram til annara ríkja.
Sjá nánar um starf Flóttamannahjálparinnar: https://www.unhcr.org/

MótumFramtíðOkkar #UN75