?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Alþjóða hugverkastofnunin (WIPO) vinnur að því að efla virðingu fyrir höfundarrétti í heiminum. Markmið hennar er að tryggja að öll ríki hagnist á skilvirkri vernd höfundarréttar.

Höfundarréttur er þýðingarmikil forsenda þess að uppfinningar og nýsköpun séu metin að verðleikum og vörður staðinn um hag almennings. Virðing fyrir höfundarrétti eflir þróun og skapar auð.
Sá hvati sem er innbyggður í höfundarréttarkerfið er aflvaki sköpunar og framfara í vísindum og tækni. Hann glæðir bókmenntir og listir.
Skapandi störf
Að mati Sameinuðu þjóðanna er nýsköpun auðlind hverrar þjóðar. Sköpunarhagkerfið leikur sífellt stærra hlutverk. Þar á meðal er mynd- og hljóðræn sköpun, hönnun, sviðslistir, sjónræn listsköpun og útgáfa.
Sameinuðu þjóðirnar telja nýsköpun vera jákvæðan hluta hagkerfis heisins enda skapi hann tekjur, störf og útflutningstekjur. Menningar leikur líka drjúgt hlutverk í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. .