?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (1) ??
Sameinuðu þjóðirnar hafa sent út af örkinni 69 friðargæslu– og eftirlitssveitir á átakasvæði í heiminum á síðustu áratugum.
Friðargæslusveitir
Með því móti hefur verið hægt að róa ástandið og greiða fyrir því að ríki rísi upp úr öskustó átaka. Nú eru 13 friðargæslusvietir að störfum í heiminum og hafa á að skipa um 110 þúsund hugrökkum körlum og konum frá 120 ríkjum. Þau fara þangað sem aðir geta ekki eða vilja ekki fara.
Fjárframlög til Friðargæslusveita Saminuðu þjóðanna nema 0.5% af útgjöldum til hermála í heiminum. Frá 2008 hefur kostnaður við hvern friðargæsluliða minnkað um 17%.
Nú eru friðargæslusveitir í Vestur-Sahara, Mið-Afríkulýðveldinu, Malí, Lýðveldinu Kongó, Suður-Súdan, Abyei og Darfur í Súdan, Gólanhæðunum Sýrland/Ísrael, Kýpur, Líbanon, Kosovo, Indlandi/Pakistan og Mið-Austurlöndum.
Sjá nánar hér: https://peacekeeping.un.org/en
ShapingOurFuture #UN75