?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (41) ??
Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNIDO) er tengiliður í iðnaðarsamvinnu ríkja í norðri og suðri og á milli þróunarríkja.
Hún eflir frumkvöðlastarfsemi, greiðir fyrir fjárfestingum, tækniflutningi og skilvirkni og sjálfbærri iðnþróun. Þá liðsinnir hún ríkjum við að hafa stjorn á heimsvæðingu og draga úr fátækt.
1.apríl 2019 voru 170 ríki aðilar að UNIDO.
Helstu forgangsmál UNIDO eru:
- Að efla efnahagslega samkeppnishæfni.
- Að vernda umhverfið.
- Að efla þekkingu og stofnanir.
UNIDO hefur stóraukið tækniþjónustu sína á liðnum áratug. Þá hafa fjárhagsleg úrræði hennar aukist, sem er til marks um alþjóðlega viðurkenningu á getu stofnunarinnar til að veita skilvirka þjónustu í þágu iðnþróunar.
MótumFramtíðOkkar #UN75