?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (8) ??
UNFPA – Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur að leiðarljósi að efla rétt einstaklinga til að taka sínar eigin ákvarðanir um fjölda barneigna og millibils á milli þeirra. UNFPA aðstoðar fólk við að taka upplýstar ákvarðanir og færa þeim, og þá sérstaklega konum aukið vald yfir lífi sínu.
Minni mæðradauði
Tíðni mæðradauða hefur minnkað úr 342 á hverjar 100 þúsund fæðingar árið 2000 í 211 á 100 þúsund fæðingar árið 2017. Í mörgum ríkjum hefur tíðni mæðradauða minnkað vegna þess að konur hafa aukna stjórn á fjölskyldustærð. Þá hafa þær fengið aðgang að þjálfuðu hjúkrunarfólki auk neyðarþjónustu ef eitthvað fer úrskeiðis í fæðingu. Í sumum ríkjum hefur tíðni mæðradauða minnkað um helming á einum áratug.
En betur má ef duga skal. Há tíðni mæðradauða er þrálát einkum í fátækum samfélögum. Af þeim hundruð þúsunda kvenna sem letust á meðgöngu eða við fæðngu árið 2018, bjuggu um það bil 86% í Afríku sunnan Sahara og suður Asíu.
Sjá nánar hér: https://bit.ly/38VHCA8