??75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Helmingur mannkyns býr í borgum. Þangað má rekja stóran hluta þjóðarframleiðslu hvers ríki og neyslu. Þar er að finna félagslega- og efnahagslega virkni sem skapar auð og tækifæri. En þar þrífast líka sjúkdómar, glæpir, mengun og fátækt.
Í mörgum borgum í þróunarríkjum býr helmingur íbúanna í skuggahverfum án aðgangs að sómasamlegu húsaskjóli, vatni eða hreinlætisaðstöðu. Búsetustofnun Sameinuðu þjóðanna (UN-Habitat) hefur hundruð verkefna á sínum snærum í 70 ríkjum sem miða að því að finna hugvitsamlegar lausnir fyrir borgir og bæji. Þar á meðal er að tryggja öruggan fátækum borgarbúum búseturétt en slíkt er forsenda fjárfestinga í húsnæði og lágmarksþjónustu fyrir hina snauðu.
Sjá nánar hér