?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Nauðgunum er beitt í vaxandi mæli sem vopni í stríði.
Talið er að sextíu þúsund konum hafi verið nauðgað í borgarastríðinu í Sierra Leone (1991-2002). Allt að sextíu þúsund var nauðgað í fyrrverandi Júgóslavíu (1992-1995). Tvö hundruð og fimmtíu þúsund á tímum þjóðarmorðsins í Rúanda (1994). Fleiri en fjörutíu þúsund í Líberíu (1989-2003) og ekki færri en tvö hundruð þúsund í Lýðveldinu Kongó frá 1998. Beiting kynferðislegs ofbeldis hefur einkennt átök frá Afganistan til Íraks og Sómalíu til Sýrlands.
Sérstakur erindreki
Sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um kynferðislegt ofbeldi í hernaði hefur veitt ríkjum aðstoð. Hún snýst um að þróa og hrinda í framkvæmd lögum sem fela í sér glæpavæðingu nauðgana í hernaði. Einnig að binda endi á refsileysi gerenda og fitja upp á aðstoð við fórnarlömb svo þeir geti endurreist líf sitt. Aðstoð við lögreglu, saksóknara og dómara í því augnamiði að þeir geti betur tekist á við slíka glæpi. Þá felst aðstoðin í að styðja þróun sérstakra sveita kvenkyns lögregluþjóna til að rannsaka ásakanir um nauðganir í hernaði.