?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (38) ??
Hungur í heiminum fór minnkandi um langt árabil en frá 2015 hefur það því miður farið vaxandi. Talið er að 821 milljón í heiminum hafi liðið hungur árið 2018.
Ef ekkert verður að gert, þarf að lyfta grettistaki til þess að ná því Heimsmarkmið að útrýma sárasta hungrinum í heiminum fyrir 2030.
En á sama tíma eykst fjöldi fólks sem stríðið við offitu og ofmikinn líkamsþunga, að því er fram kemur í Úttekt Sameinuðu þjóðanna á fæðuöryggi og næringu árið 2019. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er stærsta mannúðarmálastofnun heims og; berst gegn hungri í heiminum, kemur matvælum til skila til hinna þurfandi. Einnig er unnið með samfélögum á hverjum stað við að bæta næringu og byggja upp þolgæði.
100 milljónir manna í 83 ríkjum njóta aðstoðar WFP
Ásrið 2014 dreifði WFP skólamáltíðum til meir en 17 milljóna barna.
WFP notar í vaxandi mæli ávísanir svo að fólk geti keypt sinn eigin mat og nutu 9 milljónir þannig aðstoðar árið 2014.
Þá veitir WFP einnig öðrum mannúðasamtökum þýðingarmikla aðstoð við að koma birgðum til skila með flugi, auk búnaðar og fjarskipta.
MótumFramtíðOkkar #UN75