?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??
Ríkisstjórnir heims samhæfa aðgerðir sínar gegn hryðjuverkum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

.Árið 2006 var í fyrsta skipti tekin saman áætlun til höfuðs hryðjuverkum hjá Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra hafa stutt ríki i að hrinda í framkvæmd áætluninni. Þær hafa gefið lagaleg ráð og eflt alþjóðlega samvinnu gegn hryðjuverkum.
Fjórtán alþjóðleg samkomulög í þessum málaflokki hafa litið dagsins ljós á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Nefna má samning um viðbrögð við gíslatöku, flugránum, sprengjutilræðum, um fjármögnun hryðjuverka og kjarnorku-hryðjuverk.