?? 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (2) ??
Sameinuðu þjóðirnar hafa í starfi sínu stuðlað að því að auka lífsgæði og efla þróun um allan heim. Frá 2015 hafa Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun verið leiðarljós þessa starfs. Nærri allt þróunarstarf Sameinuðu þjóðanna er fjármagnað með framlögum einstakra ríkja.
Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) gegnir leiðandi lutverki í framkvæmd Heimsmarkmiðanna, en allar stofnanir SÞ eiga hlut að máli.
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) starfar í meir en 150 ríkjum, aðallega við barnavernd, bólusetningar, menntun stúlkna og neyðarastoð.
Ráðstefna SÞ um viðskipti- og þróun (UNCTAD) hjálpar þróunarríkjum að nýta sér viðskiptatækifæri sín. Alþjóðabankinn sér þróunarríkjum fyrir lánum og styrkjum og hefur stutt meir en 12 þúsund verkefni í 170 ríkjum frá árinu 1947.
Sjá nánar um sjálfbæra þróun hér.