Þema Alþljóðlegs baráttudags kvenna 8.mars 2020 er „Ég er JafnréttisKynslóðin: Að hrinda kvenréttindum í framkvæmd.”
Þemað tengist herferð UN Women, Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, Jafnréttiskynslóðinni, sem markar 25 ára afmæli Beijing-yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlun. Hún er talin hafa markað tímamót sem framsækinn vegvísir fyrir valdeflingu kvenna og stúlkna hvarvetna.
António Guterres aðaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á að „jafnrétti kynjanna sé í grunninn spurning um vald.“
Kjallaragrein
Í kjallaragrein sem hann skrifaði og birtist í blöðum um allan heim – þar á meðal Fréttablaðinu – segir Guterres:
„Konum er meinað að sitja í öndvegi hvort heldur sem er í ríkisstjórnum eða fyrirtækjastjórnum eða við útdeilingu eftirsóttra verðlauna. Kvenkynsleiðtogar og opinberar persónur sæta ofsóknum, hótunum og svívirðingum í netheimum sem annars staðar. Launabil kynjanna er aðeins birtingarform valdaójafnvægis.“
![Alþjóða kvennadagurinn](https://unric.org/is/wp-content/uploads/sites/10/2020/03/I-am-with-her-1.jpg)
#WithHer (#MeðHenni) er ný skapandi herferð á samfélagsmiðlum á vegum frumkvæðisins Spotlightysem Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar standa að. Því var ýtt úr vör í Brussel 5.mars en markmiðið er að lýsa stríði á hendur ofbeldi gegn konum og stúlkum, og vinna fullnaðarsigur fyrir 2030.
Ofbeldi gegn konum og stúlkum er eitt útbreiddasta, þrálátasta og skaðvænlegasta mannréttindabrot í heiminum í dag.
- 1 kona af hverjum þremur sætir íkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi.
- 15 milljónir stúlkna (15-19) hafa upplifað þvingað kynferðislegt samræði.
- 137 konur eru myrtar á hverjum degi af fjölskyldumeðlimi.
- 650 milljónir kvenna og stúlkna eru giftar fyrir 18 ára aldur.
- 200 milljónir kvenna og stúlkna hafa sætt misþyrmingu á kynfærum.
Þessu ber að linna. Alls staðar. Núna.
![Spotlight](https://unric.org/is/wp-content/uploads/sites/10/2020/03/Spotlight-1024x342.jpg)