Býflugur og aðrir frjóberar á borð við hunangsflugur og kólibrífuglar eiga undir högg að sækja vegna hvers kyns virkni mannsins. Frjóberar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að viðhalda fæðuöryggi og vernda fjölbreytni lífríkisins.
Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 20.maí sem Alþjóðlegan dag Býflugna til þess að minna á mikilvægi býflugna og annara frjóbera. Markmiðið er hnykkja á aðgerðum sem miða að því að vernda býflugur og aðra frjóbera en þeir leika allir mikilvægt hlutverk í því að útrýma hungry í þróunarríkjum.
Hvað getur hver og einn gert til að vernda býflugurnar?
Til dæmis: gróðursetjið ýmiss konar plöntur, kaupið óunnið hunang af bændum og forðist að nota skordýraeitur þar sem þið gróðursetjið.
Sjá myndband sem við höfum tekið saman hér: