?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (13) ??
Sameinuðu þjóðirnar aðstoða þróunarríki við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. 39 stofnanir og skrifstofur Sameinuðu þjóðanna hafa samstarf um að takast á við þennan vanda á heildrænan hátt.
Þannig fjármagnar Alheims-umhverfisstofan (Global Environment Facility,GEF)) sem tíu stofnanir SÞ standa að, verkefni í þróunarríkjunum. Umhverfisstofan er fjármálaarmur Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna. 550 milljónum Bandaríkjadala er varið árlega í verkefni á sviði nýrrar tækni, orkusparnaðar, endurnýjanlegrar orku og sjálfbærra samgangna.
Asíu-Kyrrahafssvæðið er einn þeirra heimshluta sem verða mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og búist er við að áhrifin verði enn djúpstæðari í framtíðinni. Þar er uppruni um helmings allrar losunar gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfisstofnun SÞ (UNEP) beinir kastljósinu á þessu svæði að því:
– að bæta skilning og deila þekkingu á vísindum, stefnumótun og góðum fordæmum.
– að meta tækniþörf og greiða fyrir flutningi á tækni til aðlögunar og mildunar áhrifa.
– að flétta loftslagsmál inn í stefnumótun landa, eisntakra greina og áætlana.
– að greiða fyrir aðgangi að fjármagni.
Sjá nánar hér: https://www.unenvironment.org/regions/asia-and-pacific/regional-initiatives/helping-countries-tackle-climate-change
AðMótaFramtíðOkkar #UN75