?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Sameinuðu þjóðunum hefur tekst með eigin friðarviðleitni eða milligöngu þriðja aðila tekist að binda enda á átök í mörgum ríkjum. Nýleg dæmi eru Sierra Leone, Líbería, Búrundí, norður-suðurdeilan í Súdan og Nepal.
Rannsóknir benda til að friðarviðleitni, friðargæsla og aðgerðir Sameinuðu þjóðanna til að hindra að átök brjótist út skili árangri. Eigi þetta starf verulegan þátt í að átökum hafi fækkað í heiminum um 40% síðan 1990.
Áður en upp úr sýður
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar 1945 á þeim rústum sem Síðari heimsstyrjöldin skildi eftir sig. Eitt helsta markmið samtakanna var að tryggja frið í heiminum og öryggi.
Mikilvægur hluti þess er stjórnarerindrekstur og sáttaumleitanir sem hafa að markmiði að hindra að átök brjótist út. Styrjaldir hafa í för með sér ómældar mannlegar þjáningar og efnahagslegan skaða. Besta leiðin til að forðast slíkt er einfaldlega að hindra að átök brjótist út.
Sameinuðu þjóðirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í því að hindra að átöku brjótist út, og nota til þess stjórnarerindrekstur og fiðarumleitanir. Sérstakir erindreka samtakanna og póitiskar sendisveitir á vettvangi gegna þessu hlutverki.
Að auki hafa 11 friðargæslusveitir verið sendar út af örkinni að átökum loknum til að tryggja stöðugleika og byggja upp friðsamleg samfélög.
Sjá nánar hér: https://bit.ly/2uLZWx4
MótumFramtíðOkkar #UN75