2010-2020 heitasti áratugur sögunnar

 Með árinu 2019 lýkur áratugi sem einkennist af óvenjulegum hita um allan heim. Ís hefur verið á undanhaldi og yfirborð sjávar er hærra en nokkru sinni fyrr af völdum uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda vegna mannlegrar virkni.

Meðalhitastig fimm síðustu ára (2015-2019) og tíu síðustu  (2010-2019) verður nær örugglega á meðal hinna hæstu sem dæmi eru um. Útlit er fyrir að árið 2019 verði annað eða þriðja heitasta ár frá því mælingar hófust að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO).

Í bráðabirgða-ársskýrslu WMO um ástand loftslagsins segir að meðalhitastig á jörðunni 2019 (janúar til október) hafi verið um 1.1 gráðu á Celsius hærri en fyrir iðnbyltingu.

Met slegin

Uppsöfnun koltvísýrings (CO2) í andrúmsloftinu sló met árið 2018 þegar hún var 407.8 hlutar á hverja milljón. Hún hélt áfram að aukast árið 2019. Koltvísýringur helst í andrúmsloftinu í margar aldir og enn lengur í hafinu. Hefur þetta viðvarandi áhrif á loftslagsbreytingar.

Hækkun yfirborðs sjávar hefur orðið hraðari frá því mælingar gervihnatta hófust 1993 vegna bráðnun íss á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að því er segir í skýrslunni.  Hafið virkar eins og höggdeyfir með því að soga til sín hita og koltvísýring, en geldur það dýru verði. Hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra og dæmi eru um víðtækar hitabylgjur í hafinu. Sýrustig sjávar er 26% hærra en var fyrir daga iðnbyltingar. Þýðingarmikil vistkerfi sjávara hafa orðið fyrir skakkaföllum.

Norðurskautið

Dagleg útbreiðsla íshellu Norðurskautsins í september 2019 þegar hún er í lágmarki var sú næstminnsta sen mælst hefur á þeim tíma og minnkaði enn í október. 2019 minnkaði útbreiðsla íssins  Suðurskautslandinu og voru met slegin  í nokkrum mánuðum.

„Ef við grípum ekki til brýnna aðgerða nú, þá stefnir í að hiti á jörðinni hækku um meir en 3°C fyrir aldarlok, með enn meiri skaðvænlegum áhrifum á velferð mannskyninsins,” segir Petteri Taalas forstjóri. Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO).  „Við erum víðsfjarri því að ná þeim takmörkum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu.“