
Á hverju ári birta Sameinuðu þjóðirnar topp tíu lista yfir brýnustu verk sem samtökin inna af hendi en í ár – á 75.afmælisári samtakanna hefur einu verið bætt við: baráttuna gegn COVID-19 faraldrinum.
Sameinuðu þjóðirnar:
Berjast gegn farsóttum: leiða baráttuna gegn hinum fordæmalausa COVID-19 faraldri.

Brauðfæða og aðstoða 86.7 milljónir manna í 83 ríkjum.

Útvega bóluefni fyrir 50% barna í heiminum, sem bjargar 3 milljónum mannslífa á ári.

Hjálpa og vernda 82.5 milljónir manna sem flýja stríð, hungur og ofsóknir.

Vinna með 196 ríkjum að því að takmarka hækkun hitastigs á jörðinni við að hámarki 2°C.

Gæta friðar með 95 þúsund friðargæsluliðum í 13 friðargæsluverkefnum um allan heim.

Glíma við vatnsskort sem snertir 2.2 milljarða manna í heiminum.

Vernda og efla mannréttindi á heimsvísu, m.a. á grundvelli 80 alþjóðasáttmála og yfirlýsinga.

Samræma notkun 28.8 milljarða dala neyðaraðstoðar árlega í þágu 108.8 milljóna nauðstaddra.

Notar diplómatískar aðferðir til að hindra að átök brjótist út: aðstoðar 50 ríki við að halda kosningar.

Aðstoða 2 milljónir kvenna á mánuði að glíma við vanda í meðgöngu og fæðingu.
