10 staðreyndir: Af hverju lifum við ekki án vatns?

"Wasting water kills the future" eftir Daniele Gaspari. Sigurauglýsing í samkeppni UNRIC.
"Wasting water kills the future" eftir Daniele Gaspari. Sigurauglýsing í samkeppni UNRIC.

Vatn. Drykkjarvatn. Flestum er kunnugt um að maðurinn lifir ekki án vatns. En málið er flóknara en það. Það er ekki nóg að hafa vatn – það verður að vera öruggt til drykkjar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 6 snýst um að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hið sjötta í röðinni snýst um Hreint vatn og hreinlætisaðstöðu
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hið sjötta í röðinni snýst um Hreint vatn og hreinlætisaðstöðu

Seint verður of mikil áhersla lögð á síðast nefnda atriðið. Agangur að öruggu salerni er ekki síður nauðsynlegur, auk sápu og vatns til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma.

Hér eru tíu atriði um hvers vegna vatn, salerni og hreinlæti eru svo þýðingarmikil.

Vatnskreppa hrjáir heiminn.
Vatnskreppa hrjáir heiminn. Mynd: de:Benutzer:Alex
Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0
  1. Það er vatnskreppa í heiminum.

    2.2 milljarðar manna hafa ekki aðgang að drykkjarvatni sem er öruggt til neyslu.

  1. Vatn þarf ekki bara að vera hreint.

    Fólk þarf að hafa aðgang að vatni á heimilinu eða nærri því, hvenær sem þörf er, án hættu á mengun.

Handþvottur skiptir sköpum. Mynd: Ricky John Molloy/norden.org
  1. Án öruggrar hreinlætisaðstöðu breiðast sjúkdómar skjótt út.

    3.6 milljarðar manna, eða næstum helmingur heimsbyggðarinanr, hefur ekki aðgang að öruggri hreinlætisaðstöðu- og kerfi. Þá er átt við salerni, án snertingar við úrgang, og skólp, sem tryggir að úrgangur sé fluttur á brott á öruggan hátt.

    Herferð gegn saurlátum á víðavangi.
    Herferð gegn saurlátum á víðavangi. Mynd: juggadery/
    Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0
  2. Eitt skýrasta dæmi um ójöfnuð er þegar fólk gengur örna sinna utandyra.

    494 milljónir manna eiga engan annan kost en að ganga örna sinna úti í guðsgrænni náttúrunni, í vagkantinum, úti á akri eða í runna.

  3. Börn í mestri hættu.

    Á hverjum degi eyja þúsund börn, fimm ára og yngri, af sjúkdómum sem breiðast út vegna óöruggs drykkjarvatns, salernis og hreinlætisaðstöðu. Alls deyja 1.4 milljónir manna á ári vegna þessa.

    "I need you" eftir Alonso og Marful úr samkeppni UNRIC Drop by drop
    „I need you“ eftir Alonso og Marful úr samkeppni UNRIC Drop by drop
  4. Börn fæðast án þess að hreinlætis sé gætt.

    Í vanrþróuðustu ríkjum heims fæða 16.6 milljónir kvenna börn á heilsugæslustöðvum á hverju ári án fullnægjandi vatns, salernis og hreinlætisaðstöðu og eru því útsettar fyrir smitum, sjúkdómum og dauða.

  5. Að hindra útbreiðslu sjúkdóma.
    Handþvottur með sápu og vatni er ein einfaldasta og skilvirkasta aðferðin við að hindra útbreiðslu sjúkdóma. En 2.3 milljarðar manna hafa ekki aðgang að einföldustu hreinlætisaðstöðu með sápu og vatni. Það er nærri þriðjungur heimsbyggðarinnar.

    Úr samkeppni UNRIC Drop by drop
    Úr samkeppni UNRIC Drop by drop
  6. Loftslagsbreytingar gera illt verra. Vatnsból þorna upp, eyðileggjast eða mengast af völdum loftlslagsbreytinga. Árið 2022 bjuggu 436 milljónir barna á svæðum þar sem vatn var umtalsvert eða verulega af skornum skammti og ástandið fer versnandi vegna loftslagsbreytinga.
  7. Fólk í dreifbýli er verst sett.
    8 af hverjum 10 þeirra, sem hafa ekki einu sinni lágmarks drykkjarvatn búa í dreifbýli. Tveir þriðju þeirra sem ekki hafa frumstæðustu salerni eru í dreifbýli og 9 af hverjum 10 sem þurfa að ganga örna sinna undir berum himni.

    Phenomenon eftir Regina Sagitulina Russia. Úr samkeppni UNRIC, Drop by drop.
    Phenomenon eftir Regina Sagitulina Russia. Úr samkeppni UNRIC, Drop by drop.
  8. Við verðum að gera betur.

    Heimsbyggðin er fjarri því að uppfylla Heimsmarkmið númer 6 um aðgang að öruggu vatni, salerni og hreinlæti. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hvetur til þess að stjórnmálamenn setji málið í öndvegi. Auka þarf fjárframlög til að bæta aðgang heimila að vatni, salernum og hreinlæti og setja þau samfélög sem eru í mestri hættu í forgang.

Heimild: UNICEF.